Kyrrðardagar í Skálholti í vor

altaristafla

Snemmskráning

Vegna mikillar eftirspurnar verður nú í þriðja sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við hugleiðslubænina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir sál og líkama.

 

Umsjón: Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandídat, sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og Auður Bjarnadóttir jógakennari.

 

Annars vegar er hægt að velja langa helgi sem hefst fimmtudagin 25. apríl kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 28. apríl kl. 14:00 eða vikudvöl sem hefst fimmtudaginn 25. apríl kl. 18:00 og lýkur miðvikudaginn 1. maí kl. 14:00. Verð:

Vikudvöl: kr. 71.500. Löng helgi: kr. 40.500. Eftir 15. febrúar 2019 hækkar verðið um 4%.

Hægt er að lækka verðið um 1.500 kr. með því að vera með sín eigin rúmföt. Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi  með sér baði og fullu fæði.

Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum. Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.

Skráning fer fram á vef Skálholts: www.skalholt.is, í síma: 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is. Nánari upplýsingar á netfanginu sigurth@simnet.is (Sigurbjörg) og arndis.linn@lagafellskirkja.is (Arndís).

Auglýsingar
Birt í Uncategorized

Íhugunarmessa #10 í Grindavíkurkirkju

íhugunarmessa#10

Íhugunarguðsþjónusta verður nú haldin í tíunda sinn og að þessu sinni í Grindavík þar sem mikil hefð er fyrir kyrrðarbænastarfi. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð. Verið velkomin.

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænanámskeið í Guðríðarkirkju

a

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Guðríðarkirkju þann 24. nóvember frá kl. 10 – 15. Námskeiðsgjald er kr. 3500, innifalin eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar námskeiðsins verða Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Guðrún Fríður Heiðarsdóttir ásamt leiðbeinanda sínum Sigurbjörgu Þorgrímsdóttur. Skráning fer fram á kyrrdarbaen@gmail.com eða í síma: 661 7719.
Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.
Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þó aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Birt í Uncategorized

Námskeið í Kyrrðarbæn í Ytri – Njarðvíkurkirkju

Ytrinjaðvík

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Ytri – Njarðvíkurkirkju þann 17. nóvember frá kl. 10 – 15. Námskeiðsgjald er kr. 3000, innifalin eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar námskeiðsins verða Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Guðrún Fríður Heiðarsdóttir ásamt leiðbeinanda sínum Sigurbjörgu Þorgrímsdóttur. Skráning fer fram á kyrrdarbaen@gmail.com  í síma: 661 7719 eða hjá sr. Brynju Vigdísi Þorsteinsdóttur.

Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð sem hefur verið stunduð í einhverri mynd frá frumkristni. Á námskeiðinu verður fjallað um þessa íhugunaraðferð, hún kennd og iðkuð.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þó aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Birt í Uncategorized

Thomas Keating 7. mars 1923 – 25. október 2018

 

 

 

ftk

Thomas Keating, ástkær kennari og andlegur lærifaðir Contemplative Outreach á heimsvísu, sleppti endanlega tökunum af líkama sínum þann 25. október 2018 á St. Joseph Abbey í Spencer, Massachusetts, 95 ára að aldri.

Klaustur Benediktarreglunnar og Contemplative Outreach standa fyrir minningarathöfn sem fer fram í Denver, Colorado og mun The Center for Action and Contemplation streyma henni beint á netið þegar að því kemur.

Tilkynning frá stjórn Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi (Contemplative Outreach á Íslandi):

„Með sorg og trega í hjarta tilkynnist að Thomas Keating lést 25. þessa mánaðar 95 ára að aldri. Hann var einn helsti leiðtogi og kennari kristinnar íhugunar (Centering Prayer). Eftir hann liggja margar dýrmætar bækur og upptökur um kristna vegferð. Thomas Keating kom hingað til lands árið 2000, hélt fyrirlestra og leiddi kyrrðardaga í Skálholti. Þá var í raun ekki aftur snúið. Hann heillaði alla með sinni ljúfu og glaðværu framkomu svo eftir var tekið og fræjum var sáð. Kyrrðarbænin tók að spíra. Nú er farið að sjást til blóma sem dreifast um allt landið. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði í hinu himneska ljósi kærleikans.
F.h. Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi,
Sigurbjörg Þorgrímdóttir
„.

Hér að neðan er dánartilkynningin frá starfsfólki og stjórnarfólki Contemplative Outreach Ltd.

To the worldwide community of Contemplative Outreach,

It is with deep sorrow that we share the news of the passing of our beloved teacher and spiritual father, Thomas Keating. Fr. Thomas offered his final letting go of the body on October 25, 2018 at 10:07pm at St. Joseph’s Abbey in Spencer, Massachusetts. He modeled for us the incredible riches and humility borne of a divine relationship that is not only possible but is already the fact in every human being.  Such was his teaching, such was his life. He now shines his light from the heights and the depths of the heart of the Trinity.

The monastic community from St. Benedict’s Monastery will join together with the Contemplative Outreach community for a memorial service in Denver, Colorado.  The location, date and time of the memorial service will be announced shortly. The Center for Action and Contemplation will live-stream and record the service so that anyone who wishes may join remotely.

Details will be forthcoming for a 24-hour, worldwide prayer vigil, as well as suggested schedules and enrichment for local gatherings.

Please respect the privacy of St. Benedict’s Monastery and St. Joseph’s Abbey and do not call with questions.

+

Fr. Thomas was born in New York City in 1923 and remembers having an attraction to religious life from a young age. He started college at Yale University and then graduated from an accelerated program at Fordham University. While in college, a spiritual director at a camp where he worked took the counselors to Our Lady of the Valley Trappist Monastery in Rhode Island, which he ultimately joined in 1944. He was ordained a priest in 1949. He first came to Snowmass, Colorado in 1958 as the appointed superior to help build and run the new monastery, St. Benedict’s. In 1961 he was called back to St. Joseph’s Abbey and served as the abbot for 20 years. During that time, he was invited to Rome in 1971, following the Second Vatican Council where Pope Paul VI encouraged priests, bishops and religious scholars to renew the Christian contemplative tradition. As an answer to this call, Fr. Thomas, along with William Meninger and Basil Pennington, drew on the ancient practice of Lectio Divina and its movement into contemplative prayer, or resting in God, to develop the practice of Centering Prayer. The initial idea was to bring the contemplative practices of the monastery out into the larger Christian community by teaching priests, religious and ultimately, laypersons. After 20 years as abbot, Fr. Thomas resigned and returned to St. Benedict’s Monastery. He became more fully immersed in bringing the contemplative dimension of the Gospel to the public by co-founding Contemplative Outreach in 1984.

Another outgrowth of Vatican II was that Catholics were given permission and encouraged to acknowledge the work of the Spirit in other religions. In God is Love: The Heart of All Creation, Fr. Thomas states, “No one religion can contain the whole of God’s wisdom, which is infinite.” One of Fr. Thomas’ lasting legacies is that for over 30 years, he convened inter-religious dialogue at St. Benedict’s, which became known as the Snowmass Conferences.  It was an attempt to dialogue with and understand the contributions of the spiritual traditions of all religions and put to rest the cultural attitudes that lead to separation and violence.

As many of you know who have met him over the years, Fr. Thomas traveled worldwide to teach us about the Christian contemplative tradition and the psychological experience of the spiritual journey. He once told Mary Clare Fischer, a reporter for 5280 Magazine, that he thought the hardest thing about his commitment to monastic life would be the separation from the outside world because “I felt a great desire to share the treasures I had found in the way of a deeper relationship with God.” His seminal work on the Spiritual Journey Series is testament to his desire.

Within the last decade of his life, Fr. Thomas said, “I am at the point where I do not want to do anything except God’s will, and that may be nothing. But nothing is one of the greatest activities there is. It also takes a surprising amount of time! What time is left each day is an opportunity for God to take over my life more completely on every level and in every detail.” (God is Love: The Heart of All Creation).

Pat Johnson, a long-time friend and one of the founders of the retreat ministry at St. Benedict’s Monastery, had a recent conversation with Fr. Thomas wherein he expressed his gratitude for her service to Contemplative Outreach over many years. She says, “Here is this man at the end of his life, in pain, and still giving his all back into the universe. If ever I had an example of what it means to love unconditionally, this moment in time was one huge example. The greatness of his giving, the greatness of his humility, left me with nowhere to go, nothing to do, and the recognition that doing nothing takes a long, long time. … What an amazing model he is for all of us as we attempt to move through our lives with grace and strength!”

Fr. Thomas is now entrusting us to bear his message of love and transformation, to continue to pass on the wealth of the contemplative dimension of the Gospel and the method of Centering Prayer to the next generation. Just before Jesus was taken up from the disciples after his passion and resurrection, he said to them:

“It is not for you to know the times and the seasons, 
which the Father has put in his own power. 
But you shall receive power when the Holy Spirit has come upon you: 
and you shall be my witnesses … to the ends the earth. 
And when he had said these things, while they beheld, 
he was taken up, and a cloud received him out of their sight.” 
– Acts 1: 7-9

Fr. Thomas is now taken from our sight. Let us open ourselves more than ever to the indwelling presence of the Trinity as we deepen our unity in prayer and service. Let us continue to persevere in our consent to the presence and action of God within us and among us and allow the inspiration and the breath of God to move us and guide us as we seek to embody and pass on the gifts we have been so privileged to receive.

With deep gratitude and hearts broken open,
The staff and governing board of Contemplative Outreach, Ltd

 

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar fyrir iðkendur í janúar

Janúar

Kæru kyrrðarbænaiðkendur.

Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á kyrrðardaga í Skálholti í janúar 2019. Um er að ræða langa helgi sem hefst fimmtudaginn 17. janúar kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00. Lögð verður áhersla á iðkun kyrrðarbænarinnar, fræðslu, hvíld og/eða útiveru. Þessi kyrrðardagahelgi er að þessu sinni hugsuð fyrir þá sem hafa iðkað í eitt ár eða lengur. Hámarksfjöldi þátttakanda er 16 manns.

Verð: kr 40.500,- Hægt er að lækka verðið um kr 1.500,- með því að vera með sín eigin rúmföt. Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi með sér baði og fullt fæði.

Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.

Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar.

Skráning fer fram í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is. Nánari uppýsingar á netfanginu sigurth@simnet.is (Sigurbjörg).

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbæn á Akureyri

akureyri-gullin-kirkja

Kyrrðarbænarhópur sem hefur iðkað í Kapellu Sjúkrahúss Akureyrar hefst á ný miðvikudaginn 10. október frá kl. 17:00 – 18:00. Umsjón með hópnum hefur sr. Guðrún Eggertsdóttir. Allir eru hjartanlega velkomnir í kyrrðina.

Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. 
Sálmarnir 16.11
Birt í Uncategorized

Kyrrðarbæn í Guðríðarkirkju á mánudögum.

silhouette photo of man leaning on heart shaped tree

Photo by Rakicevic Nenad on Pexels.com

Bænahópur sem hittist á mánudögum í Guðríðarkirkju kl. 17:30 – 18:30 byggir á hinni kristnu íhugunarbæn—Kyrrðarbæn (Centering prayer). Leiðbeinandi er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandídat og leiðbeinandi Kyrrðarbænarinnar. Sigurbjörg veitir nánari upplýsingar í síma 861-0361 og á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Nánari upplýsingar um kristna íhugun má finna á heimasíðu samtakanna, www.kristinihugun.is.

Íhugunarbæn

Við kunnum að hafa þá hugmynd um bæn að hún sé hugsanir eða tilfinningar sem við tjáum með orðum. En það er aðeins ein tegund bænar. Í kristinni hefð hefur Íhugunarbæn verið talin einskær gjöf Guðs. Í henni opnast hugur okkar og hjarta, öll vera okkar, fyrir Guði, hinum Æðsta Leyndardómi, handan hugsana, orða og tilfinninga. Fyrir náð verðum við meðvituð um Guð, sem við vitum fyrir trú, að er hið innra með okkur, nálægari okkur en andardráttur okkar, nær okkur en hugsanir okkar, nær okkur en svo að við ráðum nokkru um það, nær en okkar eigin vitund.

Kyrrðarbæn (Centering Prayer)

Kyrrðarbæn er aðferð sem er til þess ætluð að stuðla að Íhugunarbæn með því að búa hæfileika okkar undir að taka á móti þeirri gjöf sem hún er. Hún er tilraun til að kynna forna fræðslu með nútímalegum hætti. Kyrrðarbæn er ekki ætlað að koma í stað annarra bæna, heldur varpar hún miklu fremur á þær nýju ljósi og dýpkar skilning okkar á þeim. Í henni felst hvort tveggja í senn; samband við Guð og sjálfsagi til að varðveita það samband. Með þessari bænaaðferð hverfum við frá samtali við Krist til samveru með honum.

Guðfræðilegur bakgrunnur

Eins og í öllum aðferðum sem leiða til Íhugunarbænar er uppspretta Kyrrðarbænarinnar Heilög þrenning: Faðir, Sonur og Heilagur andi í okkur. Kyrrðarbænin miðar að því að dýpka samband okkar við hinn lifandi Krist. Hún leiðir gjarnan til myndunar trúarsamfélaga þar sem meðlimir bindast gagnkvæmum vina- og kærleiksböndum.

Birt í Uncategorized

Er óraunhæft að upplifa innri frið?

art autumn autumn leaves beautiful

Photo by Vali S. on Pexels.com

Lífstíll okkar flestra einkennist af meiri streitu en æskilegt er. Við gefum okkur oft lítinn tíma til að hvílast, líta inn á við og eiga djúp og innileg samskipti við annað fólk. Þegar við upplifum átök innra með okkur og í umhverfi okkar getur friður virst sem fjarlægt og jafnvel óraunhæft ástand. Sífellt fleiri hafa gripið til þess ráðs að stunda íhugun reglulega og finna þar mótvægi gegn streitunni. Margar mismunandi íhugunaraðferðir eru til og ein af þeim er Kyrrðarbæn (Centering Prayer). Kyrrðarbæn er íhugunaraðferð úr kristinni hefð og hefur verið iðkuð í einhverri mynd frá frumkristni.

Kyrrðarbæn er afar einföld iðkun sem gengur út á að hvíla í nærveru Guðs og samþykkja verk heilags anda innra með okkur. Þó aðferðin sé einföld hefur hún umbreytandi áhrif á iðkandann með auknum andlegum þroska sem leiðir m.a. til aukinnar sjálfsþekkingar og dýpra sambands við Guð og menn.

Jesús sagði: „Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður.
Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist“. Jóh.14.27

Bylgja Dís Gunnarsdóttir

Birt í Uncategorized

Nýr bænahópur í Digraneskirkju

digraneskirkja

Laugardaginn 29. september var haldið námskeið um Kyrrðarbænina í Digraneskirkju. Í framhaldi af því hefur verðið stofnaður bænahópur sem hefst nú á miðvikudaginn 3. október kl. 17.30-18.30. Byrjendur mæti kl. 17.15. Umsjón með hópnum hefur sr. Bára Friðriksdóttir (barafrid@gmail.com sími: 891-9628).

Birt í Uncategorized