Kristileg íhugun á haustnámskeiði biskupsstofu

200px-Merki-þjóðkirkjunnarÞann 31. ágúst verður árlegt haustnámskeið biskupsstofu sem ætlað er fyrir presta og starfsfólk í fullorðinsfræðslu. Verða þar bornar fram ýmsar hugmyndir fyrir kirkjustarf komandi starfsárs. Þar á meðal verður Kyrrðarbænin, kristileg íhugun, en dr. Grétar Halldór Gunnarsson mun kynna hana á námskeiðinu.

Birt í Uncategorized

Kristileg íhugun á Heimsljósamessu

banner_heimsljos1Dagana 17.-18. september næstkomandi fer fram hin árvissa Heimsljósamessa í Lágafellsskóla í Lækjarhlíð 1, Mosfellsbæ. Á viðburðinum eru ýmsar uppákomur og kynningar fyrir andlega leitendur og iðkendur á íslandi.

Á heimsljósamessunni ætla iðkendur Kyrrðarbænarinnar á Íslandi að vera með bás, kynningu og iðkun á bæninni svo fleiri megi upgötva þann fjársóð sem er að finna í íhugunarhefð kristindómsins.

Miðaverð á heimsljósamessuna er 1000 kr og er dagskrá frá kl. 11-18.30 báða dagana. Frekari upplýsingar má finna hér: Heimsljósamessan 2016

Birt í Uncategorized

Kyrrðarstundir í Mosfellskirkju

mosfellregnbogiKyrrðarstundir verða í Mosfellskirkju laugardagana 28. maí og 4. júní frá 9:00 til 11:00. Í fallegu umhverfi í Mosfellsdalnum verður komið  saman í kirkjunni og íhugað eftir aðferð Kyrrðarbænarinnar, gengið í dalnum eða á Mosfell og að lokum komið aftur til kirkju þar sem gengið verður til altaris.

Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn. Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af sér veturinn og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og líkama. Kyrrðarbænin er einföld hugleiðslu aðferð innan kristninnar hefðar sem auðvelt er að læra og tileinka sér.  Umsjón hefur sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn  og hægt er að skrá sig á netfanginu arndis.linn@lagafellskirkja.is eða í síma 866 8947. Ekki er greitt fyrir þátttöku og eru allir velkomnir.

Fyrri kyrrðarstundin er hluti af viðburðum í Hreyfiviku UMFÍ.

Birt í Uncategorized

Aðalfundur COI

GrensaskirkjaAðalfundur Contemplative Outreach á Íslandi verður haldinn í Grensáskirkju, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík, fimmtudaginn 28. apríl kl. 19.00.
Dagskrá:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
4. Kosning stjórnar

Boðið verður upp á léttar veitingar á fundinum.

Áður en fundur hefst þá er hægt að sækja Kyrrðarbænastund í kapellu Grensáskirkju sem hefst kl. 17.15.

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænin kennd í Glerárkirkju

glerarkirkjaMiðvikudagana 17. febrúar og 24. febrúar verður sr. Guðrún Eggertsdóttir með sérstaka kennslu í kristilegri íhugun í Glerárkirkju Akureyri. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir fólk sem býr á Akureyri eða nærsveitum til að kynna sér kristilega íhugun og Kyrrðarbæn.  Stundirnar eru hluti af fræðsluátakinu „íhugun, bæn og fasta“ og eru allir fyrirlestrar að kostnaðarlausu þeim sem sækja. Fyrirlestrar sr. Guðrúnar Eggertsdóttir hefjast kl. 20.00

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænanámskeið í Safnaðarheimili Sandgerðis

ihugunVantar þig dýpri frið inn í líf þitt? Vantar þig meiri gleði, umburðarlyndi eða einbeitingu?Þá getur kyrrðarbæn (Centering Prayer) hjálpað þér.

Kynning á  kyrrðarbæn verður í safnaðarheimili Sandgerðis laugardaginn 6. febrúar kl 9:00 – 16:00.  Leiðbeinendur eru sr. Elínborg Gísladóttir og sr. Bára Friðriksdóttir. Hér er á ferð bænaaðferð sem færir manneskjuna til núvitundar, friðar og jafnvægis auk fleiri jákvæðra þátta sem iðkendur kynnast hver og einn. Þetta er kristin íhugun þ.e. hugleiðslubæn. Þessi bæn í þögn er farvegur friðar og blessunar þeim sem hana iðka.

Verð kr. 2.500 innifalið er námskeiðið kaffi og léttur hádegisverður. Skráning er hjá Báru í s. 891 9628 og á barafrid@simnet.is. Verið öll hjartanlega velkomin.

Birt í Uncategorized

Námskeið um fyrirgefninguna

dufa2Námskeið um fyrirgefninguna verður í Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8, Grafarholtilaugardaginn 27. febrúar kl. 09:00-17:00

Hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn (Centering Prayer)“ verður iðkuð ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar.

Mæting laugardaginn 27. febrúar, kl. 09:00. Dagskránni lýkur kl. 17:00.

Umsjón er í höndum sr. Arndísar G. Bernhardsóttur Linn og Sigurbjargar Þorgrímsdóttur, djáknakandídats, leiðbeinendum Kyrrðarbænarinnar.

Verð kr. 5.000,-. Innifalið í verðinu er námskeið, hádegisverður, miðdegiskaffi og námskeiðsgögn. Skráning og nánari upplýsingar fer fram á netf. coiceland@gmail.com eða í síma 861-0361

Bókin Vakandi hugur, vökult hjarta er fyrsta bók Thomasar Keatings sem kemur út á íslensku og í raun fyrsta bókin sem fjallar um Kyrrðarbænina á íslensku. Thomas Keating er einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar, er prestur, fyrrverandi ábóti og rithöfundur og munkur í reglur Benedikts frá Núrsía í Snowmass, Colorado í Bandaríkjunum. Þar hefur hann haft umsjón með kyrrðardögum með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar sem ein aðferð kristinnar íhugunnar.

Keating hefur skrifað fjölda bóka um Kyrrðarbænina og kristna íhugun, þeirra á meðal metsölubókina Open Mind, Open Heart sem á íslensku hefur fengið heitið Vakandi hugur, vökult hjarta.

Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld þar sem Guði er ekkert ómögulegt. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast, …,,því þegar hugur og hjarta er opið fyrir Guði, sem er óendanlegur , verður maður einnig opinn fyrir ótakmörkuðum möguleikum”.

Birt í Uncategorized

Fjölbreyttir kyrrðardagar í Skálholti

skalholt
Fjölbreyttir kyrrðardagar í Skálholti 19. – 22. maí
„Kyrrðarbænasamtökin“ tilkynna að í vor verða kyrrðardagar í Skálholti þar sem áhersla verður lögð á iðkun Kyrrðarbænarinnar (kristilegrar íhugunar). Það þekkja allir sem reynt hafa að kyrrðin í Skálholti styður einstaklega vel við íhugunariðkunina. Þeim sem sækja kyrrðardagana býðst þar að auki frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við íhugunina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, útiveru, og kyrrð/hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl.
Leiðbeinendur eru: Sr. Bára Friðriksdóttir, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.
Dagskráin hefst fimmtudaginn 19. maí kl. 18:00 og henni lýkur sunnudaginn 22. maí kl. 14:00.
Verðið er kr. 36.000,-. Hægt er að lækka verðið um kr. 1.500,- með því að koma með eigin rúmföt. Hjónaafsláttur 10%. Greiðsludreifing. 
Innifalið í verðinu er einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði. Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum.
Skráning fer fram á vef Skálholts  http://skalholt.is/fjoelbreyttir-kyrrdardagar-i-skalholti-19-22-mai/ í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is.
Nánari upplýsingar á netfanginu: coiceland@gmail.com.
Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænanámskeið í Grindavíkurkirkju

skalholtNámskeið verður Laugardaginn 23. janúar, kl. 9:00 – 16:00 í Grindavíkurkirkju.

Fræðsla og kynning á kyrrðarbæninni  (Centering prayer)
Verð kr. 2.500 innifalið er námskeiðið kaffi
og léttur hádegisverður.
Leiðbeinendur eru sr. Elínborg Gísladóttir
og sr. Bára Friðriksdóttir

Þau sem hafa áhuga skrái sig í síma 696-3684 hjá Elínborgu
eða á gkirkja@isl.is
Kyrrðarbænin er ástunduð á mánudögum kl. 19:00

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í borg í Guðríðarkirkju

gudridarkirkjaNú í janúar ætla Kyrrðarbænasamtökin að bjóða upp á Kyrrðardaga í borg í annað sinn. Kyrrðardögum í borg er ætlað að virka sem stuðningur og þjálfun í að rækta kyrrð og bæn í amstri hversdagsins. Er þar iðkun Kyrrðarbænar, kristilegrar íhugunar í forgrunni. Íhugunariðkunin byrjar á fimmtudagseftirmiðdegi, nær hápunkti sínum á laugardeginum og svo lýkur Kyrrðardögunum með messu á sunnudeginum. Kyrrðardagar í borg eru auðsóttari þeim sem lifa uppteknu fjölskyldulífi og kosta þar að auki mun minna fyrir þátttakendur. Áætlaða dagskrá Kyrrðardaga í borg má finna hér að neðan sem og fleiri upplýsingar.

Dagsetningar: 21., 21. 23 og 24. janúar 2016
Staðsetning: Guðríðarkirkja
Umsjónarmenn: Nokkrir
Kostnaður: 3000 krónur.(Innifalið er morgunkaffi og hádegismatur á laugardegi)
Skráning: á netfanginu: coiceland@gmail.com

Dagskrá:

Fimmtudagur 21. janúar
17:30 Mæting – kynning á dagskrá
17:45 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×20 mín. (gönguíhugun á milli)
18:30 Heimferð

Föstudagur 22. janúar
07:15 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 1×30 mín.
07:45 Heimferð
17:30 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
18:30 Heimferð

Laugardagur 23. janúar
08:30 Mæting
08:45 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
10:00 Morgunkaffi í þögn.
10:15 Frjáls tími: útivera, lestur bóka, hvíld í þögn.
11:00 Biblíuleg íhugun (Lectio Divina)30 mínútur
12:15 Hádegisverður í þögn
13:00 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín
14:15 Umræður
15:00 Áætluð heimferð.

Sunnudagur 24. janúar
09:00 Mæting
09:10 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
10:10 Kaffi
11:00 Messa
12:00 Umræður
13.00 Heimferð

Birt í Uncategorized