IMG_0443Í byrjun október sótti  hópur frá Íslandi kyrrðardaga á Kyrrðarsetrið í Snowmass í Colorado. Kyrrðarsetrið er rekið af Contemplative Outreach í tengslum við Benediktína klaustur. Kyrrðarsetrið sérhæfir sig í kyrrðardögum þar sem Kyrrðarbænin, Centering Prayer er stunduð. Við það tilefni var Thomas Keating afhent eintak af fyrstu bókinni eftir hann sem þýdd hefur verið á íslensku en bókin, Vakandi Hugur, Vökult Hjarta (e. Open Heart, Open Mind) sem kom út hjá Skálholtsútgáfu í lok september. Keating hafði á orði að það væri greinilegt að gengið hefði verið hreint til verks og þótti honum afar ánægjulegt að bókin væri komin á íslenskan markað. Íslendingarnir dvöldu við gott yfirlæti á þessum stórbrotna stað og voru allir sammála um að ferðin og námskeiðið hefði í alla staði tekist einstaklega vel.  Meðfylgjandi eru myndir frá afhendingunni og frá staðnum.