lindkirkjaLangar þig að læra kristilega hugleiðslu?

Rannsóknir eru sífellt að koma fram sem sýna fram á jákvæð áhrif hugleiðslu og íhugunar á lífsgæði og vellíðan í daglegu lífi. Kyrrðarbæn, Centering Prayer, er forn kristin íhugunaraðferð í nýjum búningi sem hefur verið í örum vexti hér á landi undanfarin misseri.

Hefur þú áhuga á að læra aðferð sem gæti bætt þitt daglega líf og hjálpað þér að dýpka kærleiksríkt samband við Guð?
Kyrrðarbæn, kristileg hugleiðslu og íhugunar-aðferð verður kennd í Lindakirkju, Kópavogi Laugardaginn 22. mars næstkomandi á milli 09.30 og 14.30. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving, viðurkenndir kennarar Kyrrðarbænarinnar, munu halda utan um kennsluna og leiðbeina í iðkun Kyrrðarbænarinnar. Boðið verður upp á hádegismat, kaffi og námskeiðsgögn og kostar aðeins 1500 kr. Skráning fer fram á lindakirkja@lindakirkja.is