gudridarkirkjaNú í janúar ætla Kyrrðarbænasamtökin að bjóða upp á Kyrrðardaga í borg í annað sinn. Kyrrðardögum í borg er ætlað að virka sem stuðningur og þjálfun í að rækta kyrrð og bæn í amstri hversdagsins. Er þar iðkun Kyrrðarbænar, kristilegrar íhugunar í forgrunni. Íhugunariðkunin byrjar á fimmtudagseftirmiðdegi, nær hápunkti sínum á laugardeginum og svo lýkur Kyrrðardögunum með messu á sunnudeginum. Kyrrðardagar í borg eru auðsóttari þeim sem lifa uppteknu fjölskyldulífi og kosta þar að auki mun minna fyrir þátttakendur. Áætlaða dagskrá Kyrrðardaga í borg má finna hér að neðan sem og fleiri upplýsingar.

Dagsetningar: 21., 21. 23 og 24. janúar 2016
Staðsetning: Guðríðarkirkja
Umsjónarmenn: Nokkrir
Kostnaður: 3000 krónur.(Innifalið er morgunkaffi og hádegismatur á laugardegi)
Skráning: á netfanginu: coiceland@gmail.com

Dagskrá:

Fimmtudagur 21. janúar
17:30 Mæting – kynning á dagskrá
17:45 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×20 mín. (gönguíhugun á milli)
18:30 Heimferð

Föstudagur 22. janúar
07:15 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 1×30 mín.
07:45 Heimferð
17:30 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
18:30 Heimferð

Laugardagur 23. janúar
08:30 Mæting
08:45 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
10:00 Morgunkaffi í þögn.
10:15 Frjáls tími: útivera, lestur bóka, hvíld í þögn.
11:00 Biblíuleg íhugun (Lectio Divina)30 mínútur
12:15 Hádegisverður í þögn
13:00 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín
14:15 Umræður
15:00 Áætluð heimferð.

Sunnudagur 24. janúar
09:00 Mæting
09:10 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
10:10 Kaffi
11:00 Messa
12:00 Umræður
13.00 Heimferð