skalholt
Fjölbreyttir kyrrðardagar í Skálholti 19. – 22. maí
„Kyrrðarbænasamtökin“ tilkynna að í vor verða kyrrðardagar í Skálholti þar sem áhersla verður lögð á iðkun Kyrrðarbænarinnar (kristilegrar íhugunar). Það þekkja allir sem reynt hafa að kyrrðin í Skálholti styður einstaklega vel við íhugunariðkunina. Þeim sem sækja kyrrðardagana býðst þar að auki frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við íhugunina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, útiveru, og kyrrð/hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl.
Leiðbeinendur eru: Sr. Bára Friðriksdóttir, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.
Dagskráin hefst fimmtudaginn 19. maí kl. 18:00 og henni lýkur sunnudaginn 22. maí kl. 14:00.
Verðið er kr. 36.000,-. Hægt er að lækka verðið um kr. 1.500,- með því að koma með eigin rúmföt. Hjónaafsláttur 10%. Greiðsludreifing. 
Innifalið í verðinu er einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði. Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum.
Skráning fer fram á vef Skálholts  http://skalholt.is/fjoelbreyttir-kyrrdardagar-i-skalholti-19-22-mai/ í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is.
Nánari upplýsingar á netfanginu: coiceland@gmail.com.