Kyrrðarbænin kennd í Glerárkirkju

glerarkirkjaMiðvikudagana 17. febrúar og 24. febrúar verður sr. Guðrún Eggertsdóttir með sérstaka kennslu í kristilegri íhugun í Glerárkirkju Akureyri. Um er að ræða frábært tækifæri fyrir fólk sem býr á Akureyri eða nærsveitum til að kynna sér kristilega íhugun og Kyrrðarbæn.  Stundirnar eru hluti af fræðsluátakinu „íhugun, bæn og fasta“ og eru allir fyrirlestrar að kostnaðarlausu þeim sem sækja. Fyrirlestrar sr. Guðrúnar Eggertsdóttir hefjast kl. 20.00

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.