200px-Merki-þjóðkirkjunnarÞann 31. ágúst verður árlegt haustnámskeið biskupsstofu sem ætlað er fyrir presta og starfsfólk í fullorðinsfræðslu. Verða þar bornar fram ýmsar hugmyndir fyrir kirkjustarf komandi starfsárs. Þar á meðal verður Kyrrðarbænin, kristileg íhugun, en dr. Grétar Halldór Gunnarsson mun kynna hana á námskeiðinu.