Photo by Pixabay on Pexels.com

Ég hef stundað íhugun af ýmsu tagi undanfarin átta ár og þar af kyrrðarbæn í þrjú ár.

Mér finnst best að byrja morguninn á kyrrðarbæn, núllstilla mig og opna hugann og hjartað fyrir kærleikanum. Ég hef fundið mikinn mun á mér við iðkun íhugunar, ég er kærleiksríkari og þolinmóðari, mér þykir vænt um allt og alla og vil vera besta útgáfan af mér. Aðrir hafa einnig haft orð á því að ég sé skapbetri og meira þurfi til að koma mér úr jafnvægi.

Ég er ósköp venjuleg 50 ára kona og ekki með neina yfirnáttúrulega hæfileika og fyrst ég get stundað kyrrðarbæn getur þú það líka. Það er í raun bara tvennt sem þarf til að stunda kyrrðarbæn, það er að byrja og halda síðan áfram. Gangi okkur öllum vel.

Dagmar Ósk Atladóttir.