Greinasafn eftir: bylgjadis

Kyrrðarbænanámskeið í Grindavíkurkirkju

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Grindarvíkurkirkju þann 16. febrúar frá kl. 10 – 15. Námskeiðsgjald er kr. 3500 (greitt með pen.á staðnum). Innifalið eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar námskeiðsins verða sr. Elínborg Gísladóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Námskeið í Kyrrðarbæn

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Neskirkju þann 2. febrúar frá kl. 10 – 15. Námskeiðsgjald er kr. 3500, innifalin eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar námskeiðsins verða Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Erla Björg Káradóttir ásamt leiðbeinanda sínum … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Ljóð eftir Mary Oliver

Ljóðskáldið Mary Oliver lést 17. janúar síðastliðin 83 ára að aldri. Hún hlaut m.a. Pulitzer Prize verðlaunin fyrir skáldskap sinn og var þekkt fyrir að vera hreinskilin og beinskeitt í ljóðum sínum. „Ég gæti ekki ort án náttúrunnar,“ skrifaði hún. … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbæn í Guðríðarkirkju á mánudögum

Kyrrðarbænahópurinn í Guðríðarkirkju hittist á mánudögum kl. 17:30 – 18:30. Byrjendur mæti kl. 17:10. Allir eru hjartanlega velkomnir. Guðrún Fríður Heiðarsdóttir leiðir hópinn.

Birt í Uncategorized

Að byrja og halda áfram

Ég hef stundað íhugun af ýmsu tagi undanfarin átta ár og þar af kyrrðarbæn í þrjú ár. Mér finnst best að byrja morguninn á kyrrðarbæn, núllstilla mig og opna hugann og hjartað fyrir kærleikanum. Ég hef fundið mikinn mun á … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænin er bæn hjartans

Kyrrðarbænin er bæn hjartans. Þegar við hugleiðum og hugsum með hjartanum þá birtist okkur sannleikur lífsins og kærleiksvitund okkar vaknar, þannig að við verðum fær um að elska, bæði okkur sjálf og náunga okkar. Þannig  getum við bæði gefið af … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænahópur í Digraneskirkju

Kyrrðarbænahópurinn í Digraneskirkju hefur hafið göngu sína aftur á nýju ári og fer fram á miðvikudögum kl. 17.30. Hópurinn var stofnaður í haust eftir vel sótt námskeið um kyrrðarbænina. Leiðbeinendur eru sr. Bára Friðriksdóttir og Ingunn Björnsdóttir. Til að fá … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Ég er svo þakklát fyrir Kyrrðarbænina

Fyrir tæpum fjórum árum kynntist ég Kyrrðarbæninni. Mér leið svo vel alltaf á eftir og stundaði hana vikulega nokkuð óreglulega en mætti eftir bestu getu. Ég hóf svo að stunda hana daglega fyrir u.þ.b. níu mánuðum. Fljótlega eftir það fór … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Bikar minn er barmafullur

Árið 2011 frétti ég af íhugunarhóp í Bókasafninu á Hvolsvelli sem hittist einu sinni í viku. Af forvitni sló ég til og byrjaði að iðka kyrrðarbæn með hópnum. Í fyrstu lét ég nægja að iðka eingöngu með hópnum og fann … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í Skálholti í vor

Snemmskráning Vegna mikillar eftirspurnar verður nú í þriðja sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Ein athugasemd