Greinasafn fyrir flokkinn: Uncategorized

Kyrrðardagar í Skálholti í vor

Snemmskráning Vegna mikillar eftirspurnar verður nú í þriðja sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Íhugunarmessa #10 í Grindavíkurkirkju

Íhugunarguðsþjónusta verður nú haldin í tíunda sinn og að þessu sinni í Grindavík þar sem mikil hefð er fyrir kyrrðarbænastarfi. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð. Verið velkomin.

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbænanámskeið í Guðríðarkirkju

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Guðríðarkirkju þann 24. nóvember frá kl. 10 – 15. Námskeiðsgjald er kr. 3500, innifalin eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar námskeiðsins verða Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Guðrún Fríður Heiðarsdóttir ásamt leiðbeinanda sínum … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Námskeið í Kyrrðarbæn í Ytri – Njarðvíkurkirkju

Dagsnámskeið um Kyrrðarbæn (Centering Prayer) verður haldið í Ytri – Njarðvíkurkirkju þann 17. nóvember frá kl. 10 – 15. Námskeiðsgjald er kr. 3000, innifalin eru námsgögn og léttur hádegisverður. Kennarar námskeiðsins verða Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Guðrún Fríður Heiðarsdóttir ásamt … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Thomas Keating 7. mars 1923 – 25. október 2018

      Thomas Keating, ástkær kennari og andlegur lærifaðir Contemplative Outreach á heimsvísu, sleppti endanlega tökunum af líkama sínum þann 25. október 2018 á St. Joseph Abbey í Spencer, Massachusetts, 95 ára að aldri. Klaustur Benediktarreglunnar og Contemplative Outreach … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar fyrir iðkendur í janúar

Kæru kyrrðarbænaiðkendur. Kyrrðarbænasamtökin á Íslandi bjóða upp á kyrrðardaga í Skálholti í janúar 2019. Um er að ræða langa helgi sem hefst fimmtudaginn 17. janúar kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 20. janúar kl. 14:00. Lögð verður áhersla á iðkun kyrrðarbænarinnar, … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbæn á Akureyri

Kyrrðarbænarhópur sem hefur iðkað í Kapellu Sjúkrahúss Akureyrar hefst á ný miðvikudaginn 10. október frá kl. 17:00 – 18:00. Umsjón með hópnum hefur sr. Guðrún Eggertsdóttir. Allir eru hjartanlega velkomnir í kyrrðina. Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbæn í Guðríðarkirkju á mánudögum.

Bænahópur sem hittist á mánudögum í Guðríðarkirkju kl. 17:30 – 18:30 byggir á hinni kristnu íhugunarbæn—Kyrrðarbæn (Centering prayer). Leiðbeinandi er Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandídat og leiðbeinandi Kyrrðarbænarinnar. Sigurbjörg veitir nánari upplýsingar í síma 861-0361 og á netfanginu felagsstarf@grafarholt.is. Aðgangur er ókeypis og allir … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Er óraunhæft að upplifa innri frið?

Lífstíll okkar flestra einkennist af meiri streitu en æskilegt er. Við gefum okkur oft lítinn tíma til að hvílast, líta inn á við og eiga djúp og innileg samskipti við annað fólk. Þegar við upplifum átök innra með okkur og … Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Nýr bænahópur í Digraneskirkju

Laugardaginn 29. september var haldið námskeið um Kyrrðarbænina í Digraneskirkju. Í framhaldi af því hefur verðið stofnaður bænahópur sem hefst nú á miðvikudaginn 3. október kl. 17.30-18.30. Byrjendur mæti kl. 17.15. Umsjón með hópnum hefur sr. Bára Friðriksdóttir (barafrid@gmail.com sími: 891-9628).

Birt í Uncategorized