Kristið kyrrðarstarf – samvera 2015

Kristið kyrrðarstarf – samvera 2015

 Á ráðstefnu um kyrrðarstarf í Neskirkju síðastliðið haust kom fram áhugi á að halda samtalinu sem þar hófst áfram. Nú er boðið til samveru og samræðu um kristið kyrrðarstarf í Skálholti 16.-17. október n.k.

Rætt verður um samstarf og samskiptavettvang þeirra sem iðka kristið kyrrðarstarf og er stefnt að því að bjóða upp á fræðslu um að leiða kyrrðardaga.

Kostur gefst á sólarhrings kyrrðardvöl í framhaldinu fyrir þau sem vilja.

Í boði er:

 1. Samvera föstudag kl. 18.00 til laugardags kl. 16.00

Hugmyndir að dagskrá:

 • Halda áfram umræðum um gagnkvæma kynningu og mótun á samskiptavettvangi.
 • Helgihald – kyrrð/íhugun.
  • Lectio divina
  • Kyrrðarbæn
  • Dæmi úr norsku möppunni
 • Fræðsla um að leiða kyrrðardaga.
  • Praktísk atriði sem huga þarf að
  • Uppbygging leiðtogans
 1. Að auki: kyrrðardagur fyrir þau sem vilja frá laugardegi kl. 16.00 til sunnudags kl. 16.00

Verð:   a) fyrir samveru föstudag kl. 18.00 til laugardags kl. 16.00: kr. 17.800.-                                    b) fyrir sólarhring til viðbótar bætast við kr. 13.900.-

Tilkynna þarf þátttöku á skoli@skalholt.is fyrir 1. október og takið fram hvort þið verðið einn eða tvo sólarhringa.

Finna má fyrirlestra ráðstefnunnar í fyrra á slóðinni http://kirkjan.is/naust/

Hér má finna skýrslu um ráðstefnu um kyrrðarstarf sem haldin var 2014

Hér er að finna heimildarlista frá ráðstefnunni 2014