skalholtstortÁ ráðstefnu um kyrrðarstarf í Neskirkju síðastliðið haust kom fram áhugi á að halda samtalinu sem þar hófst áfram. Skýrslu, heimildalista og nánari upplýsingar um dagskrá samverunnar má finna hér á vefnum.

Nú er boðið til samveru og samræðu um kristið kyrrðarstarf í Skálholti 16.-17. október n.k.

Rætt verður um samstarf og samskiptavettvang þeirra sem iðka kristið kyrrðarstarf og er stefnt að því að bjóða upp á fræðslu um að leiða kyrrðardaga.

Kostur gefst á sólarhrings kyrrðardvöl í framhaldinu fyrir þau sem vilja.

Verð:   a) fyrir samveru föstudag kl. 18.00 til laugardags kl. 16.00: kr. 17.800.-

  1. b) fyrir sólarhring til viðbótar bætast við kr. 13.900.-

Tilkynna þarf þátttöku á skoli@skalholt.is fyrir 1. október og takið fram hvort þið verðið einn eða tvo sólarhringa.

Nánari upplýsingar má finna hér á vefnum.