Bænahópur er hópur þar sem iðkendur kyrrðarbænarinnar koma saman einu sinn í viku til að íhugar undir leiðsögn leiðbeinanda sem hefur hlotið þjálfun í bæninni. Bænahópar eru opnir hópar þar sem öllum sem hafa löngun og áhuga til að íhuga í hóp er velkomið að taka þátt. Engin skuldbinding felst í því að taka þátt og er fólki frjálst að koma þegar því hentar. Þátttaka í bænahópnum er endurgjaldslaus.

Í flestum bænahópum hér á Íslandi er boðið uppá kennslu í kyrrðarbæninni áður en bænahópurinn hefst. Á Íslandi eru starfræktir bænahópar á höfuðborgarsvæðinu, á Selfossi og Hvolsvelli. Það getur verið mjög gott að tengjast bænahóp enda veitir hann bæði móralskan og sálfræðilegan stuðning. Þó finnst sumum betra að vera einir. Það er mjög dýrmætt að íhuga bæði einn og í bænahópi og reynsla þeirra sem iðka kyrrðarbænina er sú að það styður hvort annað. Þá sýnir reynslan líka að þátttaka í styttri námskeiðum og kyrrðardögum styrkir fólk í bænaiðkuninni til lengri tíma.

Hægt er að skoða hvar og hvenær bænahóparnir á Íslandi starfa á síðunni bænahópar.