Thomas Keating 95 ára

Thomas Keating

Thomas Keating er einn af stofnendum Contemplative Outreach Ltd í Bandaríkjunum og einn helsti andlegi leiðtogi hreyfingarinnar sem m.a. hefur teygt anga sína til Íslands. Hann fæddist í New York 7. mars 1923 og er því 95 ára í dag. Thomas hefur gefið út fjölda bóka um kristna íhugun og ein þeirra hefur verið gefin út á íslensku, Vökull hugur, vökullt hjarta. Einnig má finna á Youtube mikið af fyrirlestrum þar sem hann deilir sinni djúpu visku á heillandi og húmorískan hátt. Við hvetjum iðkendur Kyrrðarbænarinnar að iðka honum til heiðurs í dag.

Til hamingju með afmælið Thomas Keating.

Auglýsingar
Birt í Uncategorized

Íhugunarmessa #6

skúta

Íhugunarguðsþjónusta verður nú haldin í sjötta sinn í Friðrikskapellu Hlíðarenda, sunnudaginn 25. febrúar kl. 20:00. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, söng, þátttöku og kyrrð. Verið velkomin.

Birt í Uncategorized

Námskeið um fyrirgefningu í Guðríðarkirkju, Grafarholti.

Fyrirgefningardúfa

Námskeið um fyrirgefningu  í Guðríðarkirkju, Grafarholti

laugardaginn 3. mars 2018, kl. 09:00-17:00

Hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn (Centering Prayer)“ verður iðkuð ásamt fræðslu um fyrirgefninguna og mikilvægi hennar.

Mæting laugardaginn 3. mars, kl. 09:00. Dagskránni lýkur kl. 17:00.

Umsjón: Sr. Elínborg Gísladóttir og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, djáknakandídat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar.

Verð: kr. 5.000,-. Innifalið í verðinu er námskeið, hádegisverður, miðdegiskaffi og námskeiðsgögn.

Skráning og nánari upplýsingar fer fram á netf. sigurth@simnet.is eða í síma 861-0361. Vinsamlega staðfestið skráningu með því að greiða inná reikning Kyrrðarbænasamtakanna: 0114-26-1513 kt. 450613-1500.

Bókin Vakandi hugur, vökult hjarta er fyrsta bók Thomasar Keatings sem kemur út á íslensku og í raun fyrsta bókin sem fjallar um Kyrrðarbænina á íslensku. Thomas Keating er einn af upphafsmönnum Kyrrðarbænarhreyfingarinnar, er prestur, fyrrverandi ábóti og rithöfundur og munkur í reglur Benedikts frá Núrsía í Snowmass, Colorado í Bandaríkjunum. Þar hefur hann haft umsjón með kyrrðardögum með áherslu á iðkun Kyrrðarbænarinnar sem ein aðferð kristinnar íhugunnar.

Keating hefur skrifað fjölda bóka um Kyrrðarbænina og kristna íhugun, þeirra á meðal metsölubókina Open Mind, Open Heart sem á íslensku hefur fengið heitið Vakandi hugur, vökult hjarta.

Í þessari bók lýkur höfundur upp fyrir lesandanum veröld þar sem Guði er ekkert ómögulegt. Nýjar og ævintýralegar víddir opnast, …,,því þegar hugur og hjarta er opið fyrir Guði, sem er óendanlegur , verður maður einnig opinn fyrir ótakmörkuðum möguleikum”.

 

 

 

Birt í Uncategorized

Les- og umræðurhópur

Invitation to love

Les- og umræðuhópur einu sinni í mánuði í vetur.

Kyrrðarbænasamtökin stofna til leshóps einu sinni í mánuði í vetur. Fyrirhugað er að hittast í heimahúsi á fimmtudagskvöldum.

Fyrsti hittingur verður 15. febrúar n.k.. á Kristnibraut 22, 2.h. Grafarholti (Sigurbjörg).

Lesin verður bókin eftir Thomas Keating „Invitation to Love, The Way of Christian Contemplation“.

Bókin fæst á staðnum á kr. 2.000,- á meðan birgðir endast. Hún fæst einnig á Amazon. Það er ekki gerð krafa um að vera búin/n að útvega sér bókina fyrir fyrsta hittinginn. Gert er ráð fyrir því að lesnir verði tveir kaflar fyrir hvern lesfund. Skráning fer fram á netfanginu: sigurth@simnet.is eða á facebook þar sem auglýsingin birtist.

Thomas Keating lætur engan ósnortinn með glettni sinni, orðsnilld og fjölfræði. Í bókum hans, sem eru fjölmargar, gefur hann okkur mjög svo áhugaverða nálgun á kristindómnum. Hann nær alla leið að hjartarótum lesandans, heimur sem í senn er gefandi, skemmtilegur og spennandi.

Verið hjartanlega velkomin/n.

Kær kveðja,
Fh Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi
Sigurbjörg

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í Skálholti

skalholtstortVegna mikillar eftirspurnar verður nú í annað sinn boðið uppá vikulanga kyrrðardaga í Skálholti þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ er iðkuð. Um er að ræða vikudvöl eða langa helgi. Þar býðst einnig frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við hugleiðslubænina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir sál og líkama.

Umsjón: Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandídat, sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn og Auður Bjarnadóttir jógakennari.

Annars vegar er hægt að velja langa helgi sem hefst fimmtudagin 26. apríl kl. 18:00 og lýkur sunnudaginn 29. apríl kl. 14:00 eða vikudvöl sem hefst fimmtudaginn 26. apríl kl. 18:00 og lýkur miðvikudaginn 2. maí kl. 14:00.
Sama verð og síðast:
Vikudvöl: kr. 69.000. Löng helgi: kr. 39.000. Eftir 15. febrúar hækkar verðið um 5%
Hægt er að lækka verðið um 1.500 kr. með því að vera með sín eigin rúmföt. Innifalið í verðinu er m.a. einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði.
Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum. Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.
Skráning fer fram á vef Skálholts: www.skalholt.is, í síma: 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is. Nánari upplýsingar á netfanginu sigurth@simnet.is (Sigurbjörg).

Birt í Uncategorized

Íhugunarmessa #5

dúfa

Íhugunarguðsþjónusta verður nú haldin í fimmta sinn í Guðríðarkirkju kl. 20:00 þann 28. janúar. Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, þátttöku og kyrrð. Verið velkomin.

Birt í Uncategorized

Fagnaðarbæn – námskeið í Guðríðarkirkju

pexels-photo-415380.jpegNámskeið í Fagnaðarbæn (Welcoming prayer) verður haldið í Guðríðarkirkju laugardaginn, 27. janúar, 2018 frá kl. 09:00 til 17:00.

Hvað er Fagnaðarbæn?

Fagnaðarbæn er leið/aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi.

Tilgangur Fagnaðarbænarinnar er að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru hans og verkan í hversdagslegum athöfnum okkar. Fagnaðarbænin hjálpar okkur til að sleppa tökunum á ýmsu því sem íþyngir okkur og veitir okkur þannig aukið innra frelsi. Fagnaðarbænin er frábær aðferð til að styðja við umbreytinguna sem hefst í Kyrrðarbæninni (Centering prayer).

Umsjón með námskeiðinu hafa: Bylgja Dís Gunnarsdóttir söngkona og Sigurbjorg Thorgrímsdóttir, djáknakandídat.

Námskeiðsgjald kr. 5.000,-. Innifalið: Námskeið, námskeiðsgögn og matur.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 og/eða á netfangi: sigurth@simnet.is

Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að greiða inná reikning Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi: 0114-26-1513 kt. 450613-1500


Welcoming prayer

Birt í Uncategorized

“Gríptu daginn” – í kyrrð – Kyrrðardagar í Mosfellskirkju

Mosfellstolar“Gríptu daginn” – í kyrrð –
Kyrrðardagar í Mosfellskirkju
Íhugun – kyrrð – útivera
Í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal.
Laugardagana 2. og 16. desember kl. 9:00 – 11:00
Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og
Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og
endurnærast á sál og líkama.
Umsjón: Sr. Arndís Linn og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis.
Upplýsingar og skráning:
Skrifstofa Lágafellssóknar 566 7113
eða i gegnum netfangið
lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Birt í Uncategorized

Íhugunarmessa 22. október

ihugunarmessa2

Íhugunarguðsþjónusta verður haldin í annað sinn, nú í Grafarvogskirkju, þann 22. október kl. 20 – 21.30 . Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, kyrrðarbæn og fallega tónlist. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Kyrrðarbænasamtökin (Contemplitive Outreach á Íslandi) standa fyrir guðþjónustunni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Slóð á viðburðinn á Facebook er hér.

Birt í Uncategorized

Jesú-jóga: Vegur Krists í ljósi annarra andlegra leiða.

Er hægt að skoða boðskap Jesú í ljósi annarra trúarhefða? Hvað myndi koma í ljós ef við gerðum það? Dr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju, flytur erindi þar sem hann stillir kristinni trú upp við hlið indverskra jógahefða. Niðurstaðan ætti að koma þægilega á óvart! Erindið fer fram 8. október í Grafarvogskirkju kl 12.00. Aðgangur ókeypis.

jesuyoga

Birt í Uncategorized