Fagnaðarbæn – námskeið í Guðríðarkirkju

pexels-photo-415380.jpegNámskeið í Fagnaðarbæn (Welcoming prayer) verður haldið í Guðríðarkirkju laugardaginn, 27. janúar, 2018 frá kl. 09:00 til 17:00.

Hvað er Fagnaðarbæn?

Fagnaðarbæn er leið/aðferð til að samþykkja nærveru og verkan Guðs í líkamlegum og tilfinningalegum viðbrögðum okkar gagnvart atburðum og aðstæðum í daglegu lífi.

Tilgangur Fagnaðarbænarinnar er að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru hans og verkan í hversdagslegum athöfnum okkar. Fagnaðarbænin hjálpar okkur til að sleppa tökunum á ýmsu því sem íþyngir okkur og veitir okkur þannig aukið innra frelsi. Fagnaðarbænin er frábær aðferð til að styðja við umbreytinguna sem hefst í Kyrrðarbæninni (Centering prayer).

Umsjón með námskeiðinu hafa: Bylgja Dís Gunnarsdóttir söngkona og Sigurbjorg Thorgrímsdóttir, djáknakandídat.

Námskeiðsgjald kr. 5.000,-. Innifalið: Námskeið, námskeiðsgögn og matur.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Sigurbjörgu í síma 861-0361 og/eða á netfangi: sigurth@simnet.is

Vinsamlega staðfestið þátttöku með því að greiða inná reikning Kyrrðarbænasamtakanna á Íslandi: 0114-26-1513 kt. 450613-1500


Welcoming prayer

Auglýsingar
Birt í Uncategorized

“Gríptu daginn” – í kyrrð – Kyrrðardagar í Mosfellskirkju

Mosfellstolar“Gríptu daginn” – í kyrrð –
Kyrrðardagar í Mosfellskirkju
Íhugun – kyrrð – útivera
Í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal.
Laugardagana 2. og 16. desember kl. 9:00 – 11:00
Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og
Guði, að sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og
endurnærast á sál og líkama.
Umsjón: Sr. Arndís Linn og Sigurbjörg Þorgrímsdóttir
Allir velkomnir – þátttaka ókeypis.
Upplýsingar og skráning:
Skrifstofa Lágafellssóknar 566 7113
eða i gegnum netfangið
lagafellskirkja@lagafellskirkja.is

Birt í Uncategorized

Íhugunarmessa 22. október

ihugunarmessa2

Íhugunarguðsþjónusta verður haldin í annað sinn, nú í Grafarvogskirkju, þann 22. október kl. 20 – 21.30 . Lögð er áhersla á einfaldleika, biblíulega íhugun, kyrrðarbæn og fallega tónlist. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson þjónar. Kyrrðarbænasamtökin (Contemplitive Outreach á Íslandi) standa fyrir guðþjónustunni. Allir eru hjartanlega velkomnir. Slóð á viðburðinn á Facebook er hér.

Birt í Uncategorized

Jesú-jóga: Vegur Krists í ljósi annarra andlegra leiða.

Er hægt að skoða boðskap Jesú í ljósi annarra trúarhefða? Hvað myndi koma í ljós ef við gerðum það? Dr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju, flytur erindi þar sem hann stillir kristinni trú upp við hlið indverskra jógahefða. Niðurstaðan ætti að koma þægilega á óvart! Erindið fer fram 8. október í Grafarvogskirkju kl 12.00. Aðgangur ókeypis.

jesuyoga

Birt í Uncategorized

Heilsutvenna í Laugarneskirkju

PílagrímarÁ þriðjudagskvöldum í Laugarneskirkju verður í vetur boðið upp á tvíþætta dagskrá með það að markmiði að uppörva, næra og styrkja hinn innri mann.

Boðið verður upp á Kyrrðarbæn frá kl.19:30 – 20:00 í kirkjunni.

Frá kl.20:00 – 21:30 verður í boði hópastarf í safnaðarheimili kirkjunnar. Unnið verður í anda Pílagrímaaðferðarinnar.

Kyrrðarbæn og aðferð Pílagríma eru leiðir sem henta vel þeim sem hafa stundað 12 sporastarf og vilja víkka iðkun sína á 10. og 11. sporinu. Starfið hentar einnig þeim sem ekki hafa reynslu af 12 sporastarfi.

19. og 26. september kl. 19:30 verða haldnir kynningarfundir um starfið í vetur. Allir hjartanlega velkomnir!

Frekari upplýsingar á heimasíðu Laugarneskirkju.

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í borg 21.-24. september 2017

borðiKyrrðardagar í borg eru haldnir í fjórða sinn. Kyrrðardagar í borg virka sem þjálfun og stuðningur í að rækta kyrrð, íhugun og bæn í amstri hversdagsins. Iðkun kristilegrar íhugunar, Kyrrðarbænar, verður í forgrunni á þessum kyrrðardögum. Kyrrðarbænin (Centering prayer) er bænaiðkun sem fram fer í þögn, handan orða, hugsana og tilfinninga.

Þátttökugjald: 3900 krónur en 3500 fyrir nema og ellilífeyrisþega. (Innifalið er morgunkaffi og léttur hádegismatur á laugardegi).

Skráning: Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, símanúmer og tölvunetfang á netfangið kyrrdarbaen@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig í síma 661 7719.

Greiðsla: Vinsamlegast millifærið 3900 / 3500 kr á:
Kt: 450613-1500
Bn: 0114-26-001513
Setjið Kyrrðarbæn í borg sem skýringu og sendið kvittun á kyrrdarbaen@gmail.com.

Áætluð dagskrá:

Fimmtudagur 21. september
17:15 Mæting og kynning.
17:45 Iðkun kyrrðarbænarinnar 2×20 mín.
18.30 Heimferð.

Föstudagur 22. september
7:15 Iðkun kyrrðarbænarinnar 1×30 mín
7:45 Heimferð

17:30 Mæting
17.45 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
18:45 Heimferð.

Laugardagur 23. september
08:45 Mæting
09:00 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×30 mín.
10:15 Morgunkaffi í þögn.
10:30 Frjáls tími: útivera, lestur bóka, hvíld í þögn.
11:15 Biblíuleg íhugun (Lectio Divina) 30 mínútur.
12:30 Hádegisverður í þögn.
13:15 Iðkun Kyrrðarbænarinnar 2×25 mín.
14:15 Gagnræður.
15:00 Áætluð heimferð.

Sunnudagur 24. september
19:00 Iðkun kyrrðarbænar 1×30
20:00 Íhugunarmessaborði

Birt í Uncategorized

Aðalfundur COI

gudridarkirkjaÁrlegur aðalfundur Kyrrðarbænasamtakanna mun fara fram fimmtudaginn 27. apríl kl. 17.30 í safnaðarheimili Guðríðarkirkju. Dagskrá fundar er samkvæmt venju eftirfarandi:

1.    Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.    Skýrsla stjórnar lögð fram
3.    Reikningar lagðir fram til samþykktar
4.    Lagabreytingar
5.    Kosning stjórnarmanna eftir atvikum
6.    Önnur mál

Aðeins félagsmenn geta verið þátttakendur aðalfundar

Birt í Uncategorized

Kristileg íhugun í mars!

kyrrdarbaenarlogoKyrrðardagar í borg munu fara fram í Grafarvogskirkju, dagana 16.-19.mars.  Iðkun kristilegrar íhugunar, Kyrrðarbænar, verður í forgrunni á þessum kyrrðardögum. Kyrrðarbænin (Centering prayer) er bænaiðkun sem fram fer í þögn, handan orða, hugsana og tilfinninga. Dagskrá Kyrrðardaganna hefst formlega á fimmtudeginum og lýkur svo með íhugunarguðsþjónustu á sunnudeginum.
Birt í Uncategorized

Leiðbeining í kristilegri íhugun

blue-sky-cloudsBoðið verður upp á stutta leiðbeiningu í kristilegri íhugun, kyrrðarbæn, laugardaginn 11. mars kl. 10-12 í Grafarvogskirkju.Umsjón hafa Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur Kyrrðarbænarsamtakanna. Sagt verður frá sögu og bakgrunni þessarar kristilegu íhugunaraðferðar og hún iðkuð tvívegis. Þessi leiðbeining  er opin öllum og mun ekki kosta nokkuð en fólk þarf að skrá sig. Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, símanúmer og tölvunetfang á netfangið kyrrdarbaen@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig í síma 661 7719. Leiðbeining þessi er sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í kyrrðardögum í borg helgina eftir (sjá síðustu frétt).

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í borg!

kyrrdarbaenarlogoNú í mars ætla Kyrrðarbænasamtökin að bjóða upp á kyrrðardaga í borg. Er þetta í þriðja sinn sem boðið er upp á kyrrðardaga í borg og að þessu sinni fara þeir fram í Grafarvogskirkju, dagana 16.-19.mars. Kyrrðardagar í borg virka sem þjálfun og stuðningur í að rækta kyrrð, íhugun og bæn í amstri hversdagsins. Iðkun kristilegrar íhugunar, Kyrrðarbænar, verður í forgrunni á þessum kyrrðardögum. Kyrrðarbænin (Centering prayer) er bænaiðkun sem fram fer í þögn, handan orða, hugsana og tilfinninga. Dagskrá Kyrrðardaganna hefst formlega á fimmtudeginum og lýkur svo með íhugunarguðsþjónustu á sunnudeginum. Kyrrðardagar í borg eru auðsóttari þeim sem lifa uppteknu fjölskyldulífi og kostnaður er minni en þegar farið er út úr bænum. Áætlaða dagskrá Kyrrðardaga í borg má finna hér að neðan sem og fleiri upplýsingar. Allir hjartanlega velkomnir.

Staðsetning: Grafarvogskirkja

Umsjónarmenn: Stjórn Kyrrðarbænasamtakanna: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Grétar Halldór Gunnarsson og Henning Emil Magnússon ásamt fleirum.

Þátttökugjald: 3500 krónur. (Innifalið er morgunkaffi og léttur hádegismatur á laugardegi).

Skráning: Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, símanúmer og tölvunetfang á netfangið kyrrdarbaen@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig í síma 661 7719.

Greiðsla: Vinsamlegast millifærið 3500 kr á:
Kt: 450613-1500
Bn: 0114-26-001513
Setjið Kyrrðarbæn í borg sem skýringu og sendið kvittun á kyrrdarbaen@gmail.com

Dagskrá:

Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized