Leiðbeining í kristilegri íhugun

blue-sky-cloudsBoðið verður upp á stutta leiðbeiningu í kristilegri íhugun, kyrrðarbæn, laugardaginn 11. mars kl. 10-12 í Grafarvogskirkju.Umsjón hafa Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur Kyrrðarbænarsamtakanna. Sagt verður frá sögu og bakgrunni þessarar kristilegu íhugunaraðferðar og hún iðkuð tvívegis. Þessi leiðbeining  er opin öllum og mun ekki kosta nokkuð en fólk þarf að skrá sig. Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, símanúmer og tölvunetfang á netfangið kyrrdarbaen@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig í síma 661 7719. Leiðbeining þessi er sérstaklega hugsuð fyrir fólk sem hefur áhuga á að taka þátt í kyrrðardögum í borg helgina eftir (sjá síðustu frétt).

Auglýsingar
Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í borg!

kyrrdarbaenarlogoNú í mars ætla Kyrrðarbænasamtökin að bjóða upp á kyrrðardaga í borg. Er þetta í þriðja sinn sem boðið er upp á kyrrðardaga í borg og að þessu sinni fara þeir fram í Grafarvogskirkju, dagana 16.-19.mars. Kyrrðardagar í borg virka sem þjálfun og stuðningur í að rækta kyrrð, íhugun og bæn í amstri hversdagsins. Iðkun kristilegrar íhugunar, Kyrrðarbænar, verður í forgrunni á þessum kyrrðardögum. Kyrrðarbænin (Centering prayer) er bænaiðkun sem fram fer í þögn, handan orða, hugsana og tilfinninga. Dagskrá Kyrrðardaganna hefst formlega á fimmtudeginum og lýkur svo með íhugunarguðsþjónustu á sunnudeginum. Kyrrðardagar í borg eru auðsóttari þeim sem lifa uppteknu fjölskyldulífi og kostnaður er minni en þegar farið er út úr bænum. Áætlaða dagskrá Kyrrðardaga í borg má finna hér að neðan sem og fleiri upplýsingar. Allir hjartanlega velkomnir.

Staðsetning: Grafarvogskirkja

Umsjónarmenn: Stjórn Kyrrðarbænasamtakanna: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Grétar Halldór Gunnarsson og Henning Emil Magnússon ásamt fleirum.

Þátttökugjald: 3500 krónur. (Innifalið er morgunkaffi og léttur hádegismatur á laugardegi).

Skráning: Vinsamlegast sendið nafn, kennitölu, símanúmer og tölvunetfang á netfangið kyrrdarbaen@gmail.com. Einnig er hægt að skrá sig í síma 661 7719.

Greiðsla: Vinsamlegast millifærið 3500 kr á:
Kt: 450613-1500
Bn: 0114-26-001513
Setjið Kyrrðarbæn í borg sem skýringu og sendið kvittun á kyrrdarbaen@gmail.com

Dagskrá:

Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized

Kyrrðarbæn og gagnræður

5_5_inch_hand_made_singing_bowlÞriðjudaginn 10. janúar næstkomandi verður boðið upp á iðkun í kristilegri íhugun, kyrrðarbæn, í Friðrikskapellu við Hlíðarenda kl.20-22. Auk kristilegrar íhugunar verður einnig boðið upp á gagnræður. Gagnræður er samtalsaðferð sem byggir á að hægja á, hlusta djúpt á sína innri rödd og deila þeirri visku með öðrum. Við gagnræður er notuð bænabjalla líkt og svo gjarnan er gert við iðkun kristilegrar íhugunar.
Umsjónaraðilar: Bylgja Dís Gunnarsdóttir, Erla Björg Káradóttir og Kristín Hákonardóttir.
-Frjáls framlög.
Birt í Uncategorized

Tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu – styrkur KFH

VitruvianMan_post.jpgÞau okkar sem stunda kristilega íhugun á íslandi vita hveru nánum böndum andleg og líkamleg heilsa tengjast. Nú stendur fyrir dyrum að Kristilegt félag heilbrigðisstétta vill veita styrk til ýmissar starfsemi sem styður við andlega og trúarlega þarfir sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Kyrrðarbænarsamtökin vilja því vekja athygli á því að að hægt að sækja um styrk hjá  KFH til slíkra verkefni og þarf styrkja-umsóknin að berast fyrir 20. janúar 2017. Nánari upplýsingar er að finna á www.kfh.is

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar á aðventu í Mosfellskirkju

mosfellAð venju verða Kyrrðarstundir á aðventu í desember undir yfirskriptinni “Gríptu daginn” – í kyrrð. Kyrrðarstundirnar eru haldnar í Mosfellskirkju,  laugardagana 3. og 10. desember kl. 9-11. Á Kyrrðastundunum kyrrum við hugann, stundum kristna hugleiðslu og

Við hefjum stundina í morgunrökkrinu með kristinni íhugun. Göngum síðan út í byrtu dagsins og tökum stuttan göngutúr í dalnum. Heitt kakó í lok samveru. Kjörið tækifæri fyrir íhugun – kyrrð  og útiveru, í fallegu umhverfi og kirkju í dal skáldanna, Mosfellsdal.

Umsjón: sr.Ragnheiður Jónsdóttir og sr.Arndís Bernhardsdóttir Linn
Allir velkomnir

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í Skálholti 4. – 10. maí 2017

hauskristinb.jpgEinstakt tækifæri í einstöku umhverfi Skálholts, að dvelja langa helgi eða vikutíma í kyrrð og hugleiðslu/íhugun. Um er að ræða kyrrðardaga þar sem hugleiðslubænin „Kyrrðarbæn“ (Centering prayer) er iðkuð ásamt fræðslu, hreyfingu og útivist.

Einnig býðst frábært tækifæri til að fá leiðsögn í jóga og djúpslökun sem auka liðleika og veita góðan stuðning við íhugunina. Áhrifin af Kyrrðarbæninni, jógaæfingum, fræðslu, útiveru og hvíld í Skálholti leggjast á eitt að skapa einstaka dvöl fyrir líkama, sál og anda.
Dagskráin tekur mið af þeirri sem notuð er af Contemplative Outreach í Bandaríkjunumwww.contemplativeoutreach.org sjá einnig www.kristinihugun.is.

Dagskráin fyrir langa helgi hefst fimmtudagin 4. maí kl. 18:00 og henni lýkur sunnudaginn 7. maí kl. 14:00. Dagskráin fyrir vikudvöl hefst fimmtudaginn 4. maí kl. 18:00 og henni lýkur miðvikudaginn 10. maí kl. 14:00.

Verð fyrir langa helgi er kr. 39.000,-. Verð fyrir vikudvöl er kr. 69.000,-.

Umsjón: Sr. Arndís Bernhardsdóttir Linn, Sigurbjörg Þorgrímsdóttir djáknakandidat, leiðbeinendur Kyrrðarbænarinnar og Auður Bjarnadóttir, jógakennari.

Innifalið í verðinu er einstaklingsherbergi með sér baði og fullu fæði. Hægt er að lækka verðið um 1.500,- með því að koma með sín eigin rúmföt.

Sum stéttarfélög taka þátt í kyrrðardögum sem þessum. Hjónaafsláttur. Greiðsludreifing.

Skráning í síma 486-8870 (Hólmfríður) eða á netfanginu holmfridur@skalholt.is.

 Nánari upplýsingar á netfanginu: sigurth@simnet.is eða arndis.linn@lagafellskirkja.is

Birt í Uncategorized

Nýr Kyrrðarbænahópur á Egilsstöðum

Egilsstaðakirkja-11Nýr Kyrrðarbænahópur hefur verið myndaður í Egilsstaðakirkju á Egilsstöðum. Það er virkilega ánægjulegt að nú sé formlega boðið upp á kristilega íhugun á Austurlandi og vonandi að sem flestir nýti sér boðið. Nýverið var boðið upp á byrjendanámskeið í kristilegri íhugun á Egilsstöðum og því ættu margir að vera komnir með grunn að íhugunariðkuninni. Bænahópurinn nýstofnaði hittist kl. 17.00  á hverjum miðvikudegi. Umsjón með bænahópnum hefur sr. Þorgeir Arason, thorgeir.arason(hja)kirkjan.is

Birt í Uncategorized

Kyrrðardagar í Mosfellskirkju að hausti

mosfellregnbogiStuttir kyrrðardagar munu fara fram í haust í fallegu umhverfi Mosfellskirkju. Þar verður Kyrrðarbænin, kristileg íhugun, iðkuð. Fyrri dagurinn er 24. september og síðari dagurinn er 1. október. Dagarnir eru frá 9 – 12 og prestar safnaðarins sjá um þá. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sér um þann fyrri og sr. Arndís Linn þann síðari. Þátttaka er ókeypis. Til að skrá sig er fólki bent á að senda línu á ragnheidur.jonsdottir (hjá) kirkjan.is eða arndis.linn (hja) kirkjan.is.

Birt í Uncategorized

Námskeið í Kyrrðarbæn á Egilsstöðum

Egilsstaðakirkja-11Næstkomandi laugardag, þann 3. september mun fara fram námskeið í Kyrrðarbæn, kristilegri íhugun, í Egilsstaðakirkju á Egilsstöðum. Sr. Guðrún Eggertsdóttir og sr. Sigríður Munda munu sjá um kennsluna. Námskeiðið hefst klukkan 10.00 á laugardeginum. Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Egilsstaðakirkju.

Birt í Uncategorized

Kristileg íhugun á haustnámskeiði biskupsstofu

200px-Merki-þjóðkirkjunnarÞann 31. ágúst verður árlegt haustnámskeið biskupsstofu sem ætlað er fyrir presta og starfsfólk í fullorðinsfræðslu. Verða þar bornar fram ýmsar hugmyndir fyrir kirkjustarf komandi starfsárs. Þar á meðal verður Kyrrðarbænin, kristileg íhugun, en dr. Grétar Halldór Gunnarsson mun kynna hana á námskeiðinu.

Birt í Uncategorized