Umsagnir / Reynslusögur

Eftir bænanámskeið í Skálholti:

Ég er þeirrar skoðunar að „Centering prayer“ gæti orðið íslenskri kirkju árangursrík aðferð til að opna almenningi nýjar leiðir að bæninni og skilningi á mikilvægi hennar fyrir andlegt líf þjóðarinnar. Þessi aðferð, sem greinilega byggir á rótgróinni þekkingu á sálarlífi hins venjulega manns, gæti opnað ýmsar leiðir til að auka og efla stöðu kirkjunnar og Guðstrúar í landinu. Bænin er betri og virkari sáluhjálp en nokkur önnur þekkt aðferð í mannheimum. Og það sem meira er, hún tryggir þá lífsnauðsynlegu sambúð, sem við þurfum að eiga með Guði. Svo kostar hún ekkert nema iðkun, aga og nokkra tugi mínútna dag hvern.

Árni Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður.