Kristin íhugun

Kristin íhugun er regnhlífarhugtak yfir fornar og nýjar íhugunar- og bænaaðferðir innan kristinnar hefðar.

Íhugun var þáttur í andlegri iðkun og uppbyggingu kristinna manna frá upphafi. Frá því á 17. öld tapaðist hún að nokkru úr vitund fólks en á 20. öld var farið að vinna að því að endurheimta þennan dýrmæta arf.

Kyrrðarbæn / Centering Prayer

Ein af þeim aðferðum sem þá litu dagsins ljós er Centering prayer eða kyrrðarbæn eins og hún hefur verið kölluð á íslensku, en húnbyggir á gamalli hefð sem lýst er í bókinni: “The Cloud of Unknowing” sem skrifuð er á 14. öld af óþekktum enskum munki. Kyrrðarbæn / Centering prayer er nútíma heiti fyrir þá aðferð sem Jesús átti við þegar hann talaði um “að biðjast fyrir” í Fjallræðunni. Hann boðar að: “nær þú biðst fyrir, skaltu ganga inn í herbergi þitt, loka dyrunum og biðja föður þinn sem er í leynum…”(Matt.6.6) Í tímanna rás hefur þessi bænar aðferð/form verði nefnd ýmsum nöfnum eins og t.d. “pure prayer”, “prayer of the heart”, “prayer of simplicity”, “prayer of faith” o.s.frv. (Thomas Keating).

Kyrrðar bæn / Centering prayer er einstök og persónubundin leið/aðferð sem býr okkur undir það að vera opin gagnvart Guði. Henni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir önnur form bæna, heldur má segja að Centering prayer auki dýpt þeirra. Kyrrðarbænin ekki beiðni til Guðs um eitthvað, né heldur úrlausn spurninga eða slökunaræfing. Í henni játumst við nærveru og verkan Guðs innra með okkur. Sá ásetningur getur síðan opnað augu okkar og skerpt athygli okkar á því að skynja nærveru hans á öllum tímum og í allri sköpun hans.

Kyrrðarbænin er ákaflega ljúf nálgun við Guð þar sem orð eru óþörf. Við kyrrum hugann, opnum hug okkar og hjörtu fyrir Guði sem umbreytir okkur í þögninni. Við hlustum eftir og tökum á móti nærveru og kærleiksríkri verkan Guðs í lífi okkar. Kyrrðarbænin er dagleg bænagjörð þar sem Heilagur Andi vekur og styrkir tengsl okkar við Guð. Bænin byggir á orðlausri nálgun við Guð, þar sem biðjandinn tekur ákvörðun um að leitast við að opna hjarta sitt fyrir nærveru Guðs og verkan í lífi sínu. Þjálfunin felst síðan í því að læra að leiða hjá sér truflanir sem sækja á þann tíma sem bænin stendur yfir.

Þetta er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað. Tilgangur Kyrrðarbænarinnar er sá að dýpka samband okkar við Guð með því að játast nærveru og verkan Guðs innra með okkur í hinu daglega lífi okkar.

Biblíuleg íhugun / Lectio Devina
Biblíuleg íhugun er ein af perlum kristinnar bænahefðar. Hún byggist á helgum lestri þeirrar bókar sem við trúum að sé innblásin af Guði. Þessi hefð á rætur að rekja til hebreskrar aðferðar við að hugleiða Ritningarnar sem nefnist haggadah. Með haggadah er átt við víxlverkandi túlkun Ritninganna þar sem textinn er notaður í því augnamiði að rannsaka innri merkingu hans. Slík íhugun var hluti af trúrækni Gyðinga á dögum Jesú.

Að hlusta á orð Guðs í Ritningunni (Biblíuleg íhugun) er viðurkennd leið til að rækta vináttusamband við Krist. Með því hlustum við á texta Ritningarinnar líkt og við ættum samtal við Krist og hann legði til umræðuefnið. Að mæta Kristi þannig dag hvern, og íhuga orð Hans, leiðir okkur frá einberum kunningskap við Hann til vináttu, trausts og kærleika. Samtalið verður einfaldara og leiðir til samveru. Gregoríus mikli (6. öld) skilgreindi kristna íhugun sem „hvíld í Guði.” Það er hinn hefðbundni skilningur sem lagður var í kristna íhugunarbæn fyrstu sextán aldirnar.