Biblíuleg íhugun (Lectio Divina)

Biblíuleg íhugun / Lectio Divina                                                                                         Biblíuleg íhugun er ein af perlum kristinnar bænahefðar. Hún byggist á helgum lestri þeirrar bókar sem við trúum að sé innblásin af Guði. Þessi hefð á rætur að rekja til hebreskrar aðferðar við að hugleiða Ritningarnar sem nefnist haggadah. Með haggadah er átt við víxlverkandi túlkun Ritninganna þar sem textinn er notaður í því augnamiði að rannsaka innri merkingu hans. Slík íhugun var hluti af trúrækni Gyðinga á dögum Jesú.

Að hlusta á orð Guðs í Ritningunni
Að hlusta á orð Guðs í Ritningunni (Biblíuleg íhugun) er viðurkennd leið til að rækta vináttusamband við Krist. Með því hlustum við á texta Ritningarinnar líkt og við ættum samtal við Krist og hann legði til umræðuefnið. Að mæta Kristi þannig dag hvern, og íhuga orð Hans, leiðir okkur frá einberum kunningskap við Hann til vináttu, trausts og kærleika. Samtalið verður einfaldara og leiðir til samveru. Gregoríus mikli (6. öld) skilgreindi kristna íhugun sem „hvíld í Guði.” Það er hinn hefðbundni skilningur sem lagður var í kristna íhugunarbæn fyrstu sextán aldirnar.

Biblíuleg íhugun samkvæmt klausturhefðinni
Biblíuleg íhugun samkvæmt klausturhefðinni er forn aðferð sem Eyðimerkurmæðurnar og feðurnir ástunduðu og var síðar tekin upp í klaustrum, bæði í Vesturkirkjunni og Austurkirk-junni. Þessi aðferð er óformleg. Maður hlustar einfaldlega á orð Guðs í þeim ritningarstað sem orðið hefur fyrir valinu og lætur svo leiðast af Andanum. Það má einnig biðja með þessari aðferð í hópi.
Leiðbeiningar við Biblíulega íhugun samkvæmt klaustur-hefðinni

  1. Fyrsti liður: (Lectio) Lestu ritningarversið í fyrsta sinn. Hlustaðu með „hjartanu.” Hvaða orðasamband, setning eða jafnvel einstakt orð vekur athygli þína? Byrjaðu á að endur-taka þetta orðasamband, setningu eða orð aftur og aftur og leyfðu því að setjast að djúpt í hjarta þínu. Beindu huga þínum einfaldlega að þessu orðasambandi, setningu eða orði og gæddu þér á því í hjarta þínu.
  2. Annar liður: (Meditatio) Hugleiddu orðin og njóttu þeirra. Láttu þau enduróma í hjarta þínu. Vertu með því hugarfari í bæninni að meðtaka í kyrrð. Vertu vakandi fyrir því sem talar til hjarta þíns.
  3. Þriðji liður: (Oratio) Svaraðu eða bregstu við með sjálf-sprottnum hætti, samtímis því sem þú heldur áfram að hlusta á orðasambandið, setninguna eða orðið. Í hjarta þínu getur kvi-knað lofgjörð, þakkargjörð eða bæn. Berðu fram þá bæn og snúðu þér svo aftur að því að endurtaka orðið í hjarta þínu.
  4. Fjórði liður: (Contemplatio) Hvíldu í Guði. Dveldu einfald-lega í nærveru Guðs um leið og þú býrð þig undir að heyra orð Guðs á djúpstæðari hátt. Ef ritningarstaðurinn dregur þig aftur til sín, láttu þá Andann leiða þig.

Að vaxa í samfélaginu við Guð
Að vaxa í samfélagi sínu við Guð er ferli, rétt eins og á við um önnur sambönd. Við verðum að byrja á að hlusta og hefja samtal við orð Guðs. Þegar líður á samtalið munum við uppgöva mis-munandi leiðir til að vera í þessu sambandi; að stundirnar með Guði eru margvíslegar. Í samtali einkennast sumar stundir af því að hlusta á hinn aðilann og melta merkingu orða hans eða hennar. Aðrar stundir einken-nast af því að svara og tala saman en einnig af því að vera saman þegar engra orða er þörf.
Sambandið við Guð byggist einnig á mörgum þáttum sem geta komið í hvaða röð sem er.
Byrjaðu á að nota þann tíma sem þarf fyrir hvert andartak sam-verunnar. Það ríkja engin boð eða bönn. „Hlustaðu” með hjartanu og gefðu samtalinu við Guð þann tíma sem það þarf og láttu leiðast af Heilögum anda. Við verðum að treysta því að Guð þrái að vera með okkur og deila með okkur þeim innri friði og frelsi sem við þráum.

Biblíuleg íhugun samkvæmt skólaspekinni
Þessi gerð Biblíulegrar íhugunar mótaðist á Miðöldum, á tímum skólaspekinnar. Á þeim tíma hófst sú tilhneiging að skipta hinu andlega lífi niður í mismunandi flokka. Með vaxandi áherlsu á þetta var farið að leggja meiri áherslu á röklega greiningu en persónulega reynslu. Samkvæmt skólaspekinni er íhugunarfer-linu skipt niður í mismunandi stig eða skref eftir stigveldi. Það er þægilegt að læra Biblíulega íhugun með aðferð skólaspekinnar, hvort sem er einn síns liðs eða í hópi.

Leiðbeiningar við Biblíulega íhugun samkvæmt skólaspekinni

  1. Fyrsta skref: Lestu ritningarversið í fyrsta sinn. Hlustaðu með „hjartanu.” Hvaða orðasamband, setning eða jafnvel einstakt orð vekur athygli þína?
  2. Annað skref: Lestu ritningarversið aftur og hugleiddu orð Guðs. Hvettu bænasystkinin til að vera vakandi fyrir því sem snertir þau, hvort sem um er að ræða hugsun eða merkingarfulla umþenkingu. Hafðu einnar til tveggja mínútna þögn.
  3. Þriðja skref: Lestu ritningarstaðinn aftur og bregstu við orði Guðs á sjálfsprottinn hátt. Vertu vakandi fyrir sérhverri bæn sem verður til í hjarta þínu og tjáir þessa reynslu. Hafðu einnar til tveggja mínútna þögn.
  4. Fjórða skref: Lestu ritningarversið í síðasta sinn og hvíldu í orðinu, hugleiddu eða biddu og leyfðu Guði að tala í þögninni. Hafðu einnar til tveggja mínútna þögn.

Að hvíldinni lokinni skaltu bera orðasambandið, setninguna eða orðið með þér út í amstur dagsins og hlusta á það, hugleiða það, biðja yfir því og hvíla í því, allt eftir því sem tími gefst til yfir daginn. Leyfðu því að verða hluti af þér.